
Sjallinn Akureyri
Sjallinn Akureyri
Sjálfstæðishúsið á Akureyri, betur þekkt sem Sjallinn, hefur staðið að Geislagötu 14 síðan 1963. Þar hafa ófá böll verið haldin og margir, ef ekki allir, tónlistarmenn Íslands, ásamt fjölmörgum erlendum gestum troðið þar upp. Þessi langa saga hefur skapað þá einstöku stemningu sem kennd er við staðinn.
Sjallinn er einn af gamalgrónustu skemmtistöðum landsins og upplifun að koma þar inn. Húsið sjálft er á þremur hæðum og rúmar 800-1000 manns. Fjölbreytnin hefur alltaf verið mikil og í gegnum tíðina hafa þar farið fram alls kyns viðburðir, svo sem pílumótið SjallyPally, fegurðarsamkeppnin Ungfrú Norðurland og ýmsar ráðstefnur.
Síðasta Sjallaballið hefur verið haldið oft og mörgu sinnum en Sjallinn er ódrepandi og við munum halda veislunni gangandi!